Borgarleikhúsið

Halldór Kolbeins

Borgarleikhúsið

Kaupa Í körfu

Auðhumla í sveitina SÝNINGAMET var sett í Borgarleikhúsinu um helgina þegar farsinn Sex í sveit var sýndur í 75. skipti. Þórhildur Þorleifsdóttir leikhússtjóri afhenti Maríu Sigurðardóttur leikstjóra verðlaunakúna Auðhumlu '99, en þau verðlaun voru veitt árlega þeirri kú sem mjólkaði mest yfir allt landið. Þá afhenti hún öllum leikurunum kálfa eða "beljuunga" sem vitaskuld eru afsprengi Auðhumlu. Þórhildur greindi frá því að Sex í sveit hefði einnig sett nýtt aðsóknarmet í Borgarleikhúsinu því 42 þúsund manns hefðu séð sýninguna. MYNDATEXTI. ÞÓRHILDUR Þorleifsdóttir afhendir Maríu Sigurðardóttur Auðhumlu '99.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar