Ólafur Ragnar Grímsson í Rússlandi

Skapti Hallgrímsson

Ólafur Ragnar Grímsson í Rússlandi

Kaupa Í körfu

Viðræður forsetanna í Kreml Á ÖÐRUM degi opinberrar heimsóknar forseta Íslands til Rússlands hitti Ólafur Ragnar Grímsson m.a. Vladimír Pútín. Fundurinn fór fram í Kreml og segir Ólafur að hann hafi verið óvenjuefnisríkur. Meðal þess sem bar á góma var áhugi Rússa á að reisa súrálsverksmiðju á Íslandi, en þeir hafa m.a. skoðað aðstæður í nágrenni Akureyrar fyrir slíka verksmiðju. Á blaðamannafundi sagði Pútín að frá því Rússland viðurkenndi sjálfstæði Íslands árið 1944 hafi ekkert orðið til þess að varpa skugga á samband ríkjanna. "Þvert á móti var land þitt sá staður þar sem þíðan hófst," sagði Pútín og vísaði til leiðtogafundar Reagans og Gorbatsjofs í Reykjavík árið 1986.MYNDATEXTI: Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti í gær fund með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Lengst til vinstri er Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra en við hlið þeirra eru túlkar og aðstoðarmaður Pútíns.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar