Fundur þingkvenna Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Rúnar Þór

Fundur þingkvenna Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Kaupa Í körfu

Hart hefur verið barist gegn innflutningi fíkniefna á liðnum misserum og hald lagt á meira magn fíkniefna á liðnu ári en nokkru sinni fyrr. Auknu fé hefur ár frá ári verið varið til þessara mála og löggæsla verið efld til muna. Þetta kom m.a. fram í máli Sólveigar Pétursdóttur, dóms- og kirkjumálaráðherra, á fundi sem þingkonur Sjálfstæðisflokksins efndu til á Hótel KEA á Akureyri í gærdag en þar fór hún yfir nokkur verkefni ráðuneytanna og árangur þeirra. Fundur þingkvenna Sjálfstæðisflokksins á Akureyri markar upphaf komandi kosningabaráttu flokksins vegna alþingiskosninganna í maí, en þingkonurnar héldu einnig fund á Húsavík í gærkvöld. Yfirskrift fundanna var Árangur samtíðar - farsæld framtíðar. Myndatexti: Drífa Hjartardóttir þingmaður og Sólveig Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra ræða við gesti á fundinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar