Fundur um netastopp

Gunnlaugur Árnason

Fundur um netastopp

Kaupa Í körfu

Útgerðarmenn telja tillögur Hafró um netastopp of seint fram komnar ÞAÐ var þungt hljóð í útgerðarmönnum á Snæfellsnesi á fundi sem Útvegsmannafélag Snæfellsness boðaði til í Grundarfirði á mánudag. Þar kynntu starfsmenn Hafrannsóknastofnunar tillögur sínar um netastopp í vetur til verndunar hrygningarfiski. Frá Hafrannsóknastofnun komu Jóhann Sigurjónsson, Björn Ævarr Steinarsson og Sigfús Schopka og Kristján Þórarinsson, fiskfræðingur hjá LÍÚ. Í tillögum Hafrannsóknastofnunar er lagt til að netastopp verði 40 dagar. Netaveiðar verði bannaðar frá 20. mars til 30. apríl. Er hér um mikla lengingu að ræða sem kemur útvegsmönnum á óvart, enda hefur verið gengið út frá sama stoppi og í fyrra. MYNDATEXTI: Fundur útvegsmanna á Snæfellsnesi um netastopp var fjölmennur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar