Finnbogi Pétursson

Jim Smart

Finnbogi Pétursson

Kaupa Í körfu

ANNAR hluti sýningarraðarinnar í Kúlunni í Ásmundarsafni hefst í dag kl. 17 með innsetningu Finnboga Péturssonar. Verkið er framhald af verki sem Finnbogi sýndi í Nýlistasafninu árið 1991 en hugmyndin er að myndgera hljóð með því að varpa því upp í loftið með samspili ljóss og vatns. "Ég kom fyrst í Kúluna 1978 eða 9. Ég var þá að taka auglýsingu eða vinna eitthvað í safninu," segir Finnbogi. "Á meðan ég var þar var hringt í mig. Síminn var þá uppi í Kúlunni. Ég fór upp og tók símann og stóð í miðju rýminu á meðan ég talaði. Þegar maður gengur inn í parabóluna í Kúlunni miðri magnast allt upp - hvert smáhljóð, jafnvel andardráttur manns endurkastast til manns. Ég hafði aldrei upplifað neitt slíkt áður. Manneskjan sem ég var að tala við varð líka vör við þetta í gegnum símann. MYNDAETXTI: Finnbogi Pétursson: Ég hef oft velt fyrir mér hegðun hljóðsins í þessu ákveðna rými.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar