Opnir dagar í grunnskólanum á Þórshöfn

Líney Sigurðardóttir

Opnir dagar í grunnskólanum á Þórshöfn

Kaupa Í körfu

Í GRUNNSKÓLANUM á Þórshöfn er nýliðin þemavika þar sem hefðbundnu skólastarfi var vikið til hliðar en meiri áhersla lögð á ýmsar listgreinar, leiklist og óvænta viðburði. Úr rekavið voru unnir landnámsmenn og þeir síðan málaðir af listfengi; einnig gerð listaverk úr ull og flóka að ógleymdri ýmissi mynd- og leirlist. Í skólaeldhúsinu fór fram alþjóðleg matreiðsla og voru búnir til kúnstugir réttir, svo sem sýrópslegnir tyrkneskir naflahringir. Tölvur skipa stóran sess í nútímasamfélagi og nemendur kynntu sér tölvubúnað hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar, bæði á skrifstofum og loðnuverksmiðju að ógleymdum Júpíter þar sem farið var um allt skipið. Í íþróttahúsinu var boxað af kappi en þar var að boðið upp á kennslu í undirstöðuatriðum í boxi undir leiðsögn einkaþjálfarans og boxarans Ingólfs Hreinssonar, sem var gestakennari að þessu sinni. Hann leiðbeindi einnig í þreksal. Nemendur höfðu mikinn áhuga á kennslu Ingólfs en almenningi gafst líka kostur á að nýta sér leiðsögn hans í íþróttahúsinu eftir skólatíma. MYNDATEXTI: Daníel Starrason, nemandi í 10. bekk, reynir sig í boxi við gestakennarann Ingólf Hreinsson í íþróttahúsinu á Þórshöfn

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar