Heilsugæsla - Akureyrarbær og ríkið

Kristján Kristjánsson

Heilsugæsla - Akureyrarbær og ríkið

Kaupa Í körfu

Akureyrarbær sér um heilsugæslu og öldrunarþjónustu AKUREYRARBÆR mun sjá um alla heilsugæslu og öldrunarþjónustu í Akureyrarumdæmi til ársloka 2006 en samning þessa efnis undirrituðu þeir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, í gær. Bærinn hefur hin síðari ár sem reynslusveitarfélag séð um heilsugæslu og rekstur hjúkrunar- og dvalarheimila samkvæmt samkomulagi við ríkið, en með samningi þeim sem undirritaður var í gær er gengið skrefi lengra og samið um öll helstu atriði varðandi heilbrigðisþjónustu á svæðinu. MYNDATEXTI; Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, skrifuðu undir samningana. Við borðið situr einnig Jakob Björnsson, formaður félagsmálaráðs. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri skrifuðu undir samningana. Við borðið situr einnig Jakob Björnsson formaður félagsmálaráðs.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar