Fundur um atvinnumál í Stykkishólmi

Gunnlaugur Árnason

Fundur um atvinnumál í Stykkishólmi

Kaupa Í körfu

MIKLAR umræður fara fram um atvinnumál í Stykkishólmi eftir að ljóst er orðið að skelveiðar munu bregðast næstu árin. Fólk veit að um ýmsa möguleika er að ræða til að bjarga sér þegar að þrengir og miklu máli skiptir að slökkva ekki á bjartsýninni heldur leita nýrra leiða til að byggja upp atvinnulífið að nýju. Atvinnuráðgjöf Vesturlands hefur gert úttekt á því hvaða áhrif það hefur fyrir atvinnulífið í Stykkishólmi ef skelveiðar stoppa. Stofnunin stóð fyrir fundi um atvinnumál þriðjudaginn 25. febrúar. Þar voru flutt þrjú erindi um hugsanlega nýsköpun í atvinnumálum Hólmara. MYNDATEXTI: Framsögumenn á fundi um atvinnumál sem haldinn var í Stykkishólmi: Róbert Arnar Stefánsson, Guðrún Þórarinsdóttir, Erla Björg Guðrúnardóttir og Ólafur Sveinsson, forstöðumaður Atvinnuráðgjafar Vesturlands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar