Lyfta við sundlaugina á Blönduósi

Jón Sigurðsson

Lyfta við sundlaugina á Blönduósi

Kaupa Í körfu

NÝLEGA var tekin í notkun lyfta við sundlaugina á Blönduósi til að bæta aðgengi fatlaðra. Lyftan er vökvastýrð og einföld í notkun. Nemendur í 5. bekk Grunnskólans á Blönduósi voru í sundi á dögunum og kom lyftan sér þá vel fyrir Rúnar Þór Njálsson, einn nemanda í bekknum en hann er hreyfihamlaður. Þessi lyfta við sundlaugina á Blönduósi en laugin er sambyggð skólanum er enn ein skrautfjöðrin í hatt skólans hvað varðar aðgengi fatlaðra, en stórátak hefur verið unnið í þeim málum á undanförnum árum. MYNDATEXTI: Rúnar Þór í lyftunni góðu, umkringdur bráðhressum bekkjarsystkinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar