Mótmæli við alþingishúsið

Morgunblaðið RAX

Mótmæli við alþingishúsið

Kaupa Í körfu

S.O.S. - hálendið kallar var yfirskrift hálendisgöngu og mótmæla gegn Kárahnjúkavirkjun sem fram fóru í miðborginni í gær. Að sögn skipuleggjenda tóku á milli 1.300 og 1.400 manns þátt í mótmælunum. Elísabet Jökulsdóttir, talsmaður skipuleggjenda, segir ýmsa grasrótarhópa hafa staðið fyrir mótmælunum. Gengið var með mótmælaspjöld niður Laugaveginn og safnaðist hópurinn svo saman á Austurvelli framan við Alþingishúsið. Þar frömdu leiklistarnemar gjörning þar sem fjallkonan var kefluð og vafin inn í ál, leikin var tónlist og ávörp flutt. Að því loknu mynduðu mótmælendur hring utan um Alþingishúsið og kölluðu upp slagorð á borð við "Það er ekki of seint" og "Svei þér, Siv." Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra fylgdist hins vegar með út um glugga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar