Baldur Ragnarsson

Baldur Ragnarsson

Kaupa Í körfu

BALDUR Ragnarsson, fyrrverandi menntaskólakennari, hefur þýtt Njáls sögu á esperanto og kemur þýðingin út hjá belgísku forlagi næsta sumar. Þýðing Baldurs á Snorra-Eddu er í handriti og um þessar mundir er hann að ljúka við þýðingu á Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness. Baldur segir gott að þýða fornsögurnar á esperanto. "Hinn hreini tónn er svo tær í málinu. Það er hægt að komast mjög knappt að orði í því. Sem dæmi mætti nefna orð Gunnars á Hlíðarenda: Fögur er hlíðin. Í ensku Penguin-útgáfunni er þetta þýtt "How lovely the slopes are" sem mér finnst dálítið flatt. Ég þýði þetta knappt eins og íslenskan er: Belas la deklivo Myndatexti: Baldur Ragnarsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar