Íþróttafélagið Hamar

Sigurður Jónsson

Íþróttafélagið Hamar

Kaupa Í körfu

GÍSLI Páll Pálsson úr Íþróttafélaginu Hamri í Hveragerði var kosinn formaður HSK á þingi sambandsins í Þjórsárveri sl. laugardag. Árni Þorgilsson á Hvolsvelli, sem verið hefur formaður Skarphéðins frá árinu 1995, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. myndatexti: Íþróttafólkið sem fékk viðurkenningar: Kjartan Lárusson, f.h. Lárusar Kjartanssonar glímumanns, Sveinn J. Sveinsson, f.h. Hlyns Geirs Hjartarsonar golfmanns, Ágúst Þór Guðnason, íþróttamaður fatlaðra, Stefán Jóhannsson bridsmaður, Axel Sæland borðtennismaður, Reynir Guðmundsson badmintonmaður, Arna Hjartardóttir fimleikamaður, Sæþór Pálmason júdómaður, Magnús Gunnarsson skákmaður, Jóhann Ó. Sigurðsson knattspyrnumaður, Elín Sigurðardóttir, f.h. Sigurðar Sæmundssonar hestaíþróttamanns, Ívar Grétarsson handknattleiksmaður, Halldór Helgason, f.h. Péturs Gunnarssonar skotíþróttamanns, Lárus Jónsson körfuknattleiksmaður, Gróa Valgerður Ingimundardóttir og Magnús Kristinsson sundmaður. Fremst á myndinni er Vigdís Guðjónsdóttir, frjálsíþróttakona og íþróttamaður HSK 2002.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar