Árshátíð Flúðaskóla

Sigurður Sigmundsson

Árshátíð Flúðaskóla

Kaupa Í körfu

ÞAÐ var sannarlega líf og fjör á veglegri árshátíð Flúðaskóla sem fór fram í Félagsheimilinu á Flúðum 22. febrúar. Hátíðinni var tvískipt, nemendur í yngri bekkjunum byrjuðu sína dagskrá kl. 11 og eftir skemmtiatriði á sviði dunaði diskódansinn í nokkurn tíma á eftir. Nemendur í 8. til 10. bekk hófu sína dagskrá kl. 20 með borðhaldi en þetta er þriðja árið með slíku fyrirkomulagi. Sá Hótel Flúðir um veislukostinn. Hver nemandi má bjóða með sér tveimur fullorðnum og allir eru prúðbúnir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar