Fimm tvíburapör á Ísafirði

Halldór Sveinbjörnsson

Fimm tvíburapör á Ísafirði

Kaupa Í körfu

Fimm tvíburapör á leikskóla á Ísafirði FIMM pör tvíbura eru um þessar mundir á leikskólanum Eyrarskjóli á Ísafirði. Tvíburarnir spanna flesta aldurshópa leikskólans og er yngsta parið aðeins eins og hálfs árs en það elsta hverfur senn úr skólanum./Tvíburarnir á Eyrarskjóli voru eldsprækir í gærmorgun þegar ljósmyndara bar að garði. Í aftari röð frá vinstri eru fyrst Sigurður Aron og Sara Rut, fædd 1996, foreldrar eru Þórhildur Sigurðardóttir og Snorri Jónsson. Þá koma Margeir og Þorbergur, fæddir 1997, foreldrar þeirra Ingibjörg Einarsdóttir og Haraldur Júlíusson. Í fremri röð f.v. eru Þórir og Eggert, fæddir 1998, foreldrar eru Dagrún Dagbjartsdóttir og Halldór Jónsson. Þá koma Jóhanna Ósk og Ína Guðrún, fæddar árið 2000. Foreldrar eru Ingibjörg Guðmundsdóttir og Gísli Úlfarsson. Loks eru það Patrekur Darri og Þorsteinn Ýmir, fæddir 1998, fororeldrar eru Jenný Elfa Árnadóttir og Hermann Þorsteinsson. ENGINN MYNDATEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar