Ásgeirsverslun - 150 ára afmælishátíð

Halldór Sveinbjörnsson

Ásgeirsverslun - 150 ára afmælishátíð

Kaupa Í körfu

Hinn 26. júní árið 1852 hóf Ásgeirsverlsun á Ísafirði starfsemi sína, en hún var á sínum tíma stærsta verslunar- og útgerðarfyrirtæki landsins. Inga María Leifsdóttir flaug vestur til Ísafjarðar og kynnti sér undirbúning hátíðahaldanna sem skipulögð eru í tengslum við hin 150 ár sem liðin eru frá stofnun verslunarinnar og hefjast á morgun. ÞOKA hvílir yfir Ísafirði þegar blaðamaður rennir í bæinn. Sólin á þó brátt eftir að láta sjá sig, eins og svo víða annars staðar um land þennan dag, og skína á hin gömlu 18. aldar hús í Neðstakaupstað í Ísafjarðarbæ. Góða veðrið er vel þegið, því nákvæmlega 150 ár eru liðin frá því að Ásgeirsverslun, stærsta verslunar- og útgerðarfyrirtæki landsins á sínum tíma, var þar stofnuð og eru menn og konur í óðaönn að breiða saltfisk til sólþurrkunar fyrir utan Turnhúsið, sem nú hýsir sjóminjadeild Byggðasafns Vestfjarða. MYNDATEXTI: Aðstandendur hátíðahaldanna, Jón Sigurpálsson, Heimir G. Hansson og Jóna Símonía Bjarnadóttir. mynd kom ekki

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar