Hjjálparsveitin Dalbjörg

Kristján Kristjánsson

Hjjálparsveitin Dalbjörg

Kaupa Í körfu

Hjálparsveitin Dalbjörg 20 ára HJÁLPARSVEITIN Dalbjörg í Eyjafjarðarsveit á 20 ára afmæli í dag, 5. mars, og af því tilefni buðu félagsmenn sveitarinnar til afmælisveislu í Bangsabúð við Steinhóla sl. laugardag. Fjöldi fólks sótti sveitina heim og bárust henni margar góðar gjafir og kveðjur á þessum tímamótum. Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, opnaði formlega nýja heimasíðu sveitarinnar í afmælisveislunni, dalbjorg.is, auk þess sem hann tilkynnti að sveitarstjórn hefði ákveðið að færa sveitinni 28 tommu sjónvarpstæki að gjöf. Bjarni lét ekki þar við sitja, heldur tilkynnti um inngöngu sína í hjálparsveitina. Þá færði stjórn Lionsklúbbsins Vitaðsgjafa hjálparsveitinni stóra og öfluga tölvu að gjöf. Afmælisgestum stóð til boða að skoða bíla, tæki og húsnæði sveitarinnar og þiggja kaffiveitingar, sem Kvenfélagið Hjálpin og Bakaríið við brúna lögðu til. MYNDATEXTI: Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, opnaði nýja heimasíðu Dalbjargar og naut við það aðstoðar Elmars Sigurgeirssonar formanns. Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit opnaði nýja heimasíðu hjálparsveitarinnar Dalbjargar á 20 ára afmælihátíð sveitarinnar og naut aðstoðar Elmars Sigurgeirssonar formanns.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar