Nótaskipið Steinunn SF með fyrstu síldina

Sigurður Mar Halldórsson

Nótaskipið Steinunn SF með fyrstu síldina

Kaupa Í körfu

Nótaskipið Steinunn SF kom með fyrstu síldina á vertíðinni til Hornafjarðar í gærmorgun. Sama skip kom með fyrstu síldina á síðustu vertíð; þá nefndist skipið Arney KE. Þetta var þremur dögum fyrr en nú en síldin veiddist á sömu slóðum í Berufjarðarálnum. Jóna Eðvalds SF kom einnig í gærmorgun með 60 tonn af síld af sömu slóðum. Hermann Stefánsson, vinnslustjóri hjá Skinney-Þinganesi, sem gerir út Steinunni og Jónu Eðvalds, og Sigurður Ægir Birgisson, skipstjóri á Steinunni SF, eru hér með sýnishorn af fyrstu síldinni sem þeir segja að sé nokkuð blönduð en líti vel út.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar