Staðardagskrá 21 Borgarnesi

Guðrún Vala Elísdóttir

Staðardagskrá 21 Borgarnesi

Kaupa Í körfu

Veggspjald um Staðardagskrá 21 Á FUNDI um umhverfismál í Borgarnesi nýverið afhjúpaði Hólmfríður Sveinsdóttir verkefnisstjóri veggspjald sem Borgarbyggð er að láta hanna um Staðardagskrá 21. Borgarbyggð er 34. íslenska sveitarfélagið sem gerist aðili að verkefninu en hið eina sem ráðist hefur í kynningu af þessu tagi. Staðardagskrá 21 felur í sér heildaráætlun um þróun samfélagsins í umhverfismálum og er veggspjaldinu sem er sértækt fyrir Borgarbyggð ætlað að upplýsa og fræða um verkefnið. MYNDATEXTI. Hólmfríður Sveinsdóttir með veggspjaldið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar