Ráðstefna um sagnagerð

Guðrún Vala Elísdóttir

Ráðstefna um sagnagerð

Kaupa Í körfu

Ráðstefna um sagnagerð samfélaga í Borgarnesi 5.-9. september Ólíkar fræðigreinar fjalla um sögur og samfélög RÁÐSTEFNAN Sögur og samfélög verður haldin í Borgarnesi dagana 5.-9. september. Um er að ræða þverfaglega ráðstefnu þar sem um 50 fræðimenn frá ýmsum heimshornum halda erindi og kynna ýmsa menningarviðburði í tengslum við ráðstefnuna. Viðfangsefni hennar er sagnagerð fyrri tíma, tengsl sagnanna við samfélögin sem skópu þær og síðari tíma áhrif þeirra. Erlendir fræðimenn sem taka þátt í ráðstefnunni eru meirihluti þátttakenda og koma þeir víðsvegar að, frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Rússlandi, Eystrasaltslöndunum, Ástralíu og Suður-Afríku. Af íslenskum þátttakendum má nefna Torfa Tulinius, Guðrúnu Nordal, Gísla Sigurðsson, Úlfar Bragason, Helga Skúla Kjartansson og Jón Karl Helgason. Verkefnisstjóri er Ólína Þorvarðardóttir, en framkvæmdastjóri verkefnisins er Þorvarður Árnason. MYNDATEXTI. Aðstandendur ráðstefnunnar Sögur og samfélög, sem haldin verður í Borgarnesi dagana 5.-9. september. ( Ráðstefna um sagnagerð 9

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar