Fjölbrautaskóli Suðurnesja - Gettur Betur

Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir

Fjölbrautaskóli Suðurnesja - Gettur Betur

Kaupa Í körfu

Lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja í fyrsta sinn í sjónvarpsúrslitum Gettu betur "ÞAÐ var bara stefna okkar að vera með og hafa gaman af því. Það er skemmtilegt að vera komin þetta langt og hvað sem gerist á fimmtudag (í kvöld) þá mun það standa upp úr," sagði Gettu betur-lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) í samtali við Morgunblaðið. Liðið er skipað tveimur Keflvíkingum, þeim Högna Þorsteinssyni og Árna Jóhannssyni og Grindvíkingnum Daníel Pálmasyni. Liðsstjóri er Garðmaðurinn Rúnar Dór Daníelsson. "Hann lenti í 4. sæti í úrtakskeppninni og fékk að því að liðsinna okkar," segja keppendurnir þrír og kíma. MYNDATEXTI: Gettu betur-lið FS, þeir Daníel Pálmason, Högni Þorsteinsson og Árni Jóhannsson. Liðsstjórinn Rúnar Dór Daníelsson styður við bak sinna manna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar