Verkefnastyrkur Félagsstofnunar stúdenta.

Jim Smart

Verkefnastyrkur Félagsstofnunar stúdenta.

Kaupa Í körfu

YELENA Yershova hlaut verkefnastyrk Félagsstofnunar stúdenta fyrir MA-verkefni sitt í íslenskum bókmenntum "Rýnt í myrkrið: Íslenskar lausavísur frá 1440-1550". Verkefnið fjallar um þá bókmenntagrein sem ætíð hefur verið vinsæl með íslensku þjóðinni, bæði sem þjóðariðkun og þjóðlist. Verkefnið er brautryðjendaverk en erfitt hefur verið að gera grein fyrir lausavísnagerð á þessu tímabili þar sem heimildir eru ófullkomnar og vandmeðfarnar og tímabilið eitt helsta umbrotatímabil íslensks kveðskapar. MYNDATEXTI: Andri Óttarsson, stjórnarformaður Félagsstofnunar stúdenta, afhendir Yelena Yershova styrkinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar