Hártískan 2003

Sverrir Vilhelmsson

Hártískan 2003

Kaupa Í körfu

Heimir Þór Guðjónsson hjá Rauðhettu og úlfinum útfærði hár Steinunnar: "Þetta er það sem okkur finnst einna mest vera á leiðinni, blanda af stíl 7. og 10. áratugarins. Skáklippingin er einmitt dæmigerð sixtís-tíska - kannski sú lína sem einna mestu breytti á þeim tíma. Svo er hárið gífurlega stutt undir, næstum rakað, sem við köllum undercut."Heimir lýsir því hvernig þríhyrningur er klipptur undan hnakkanum og kanturinn þar í kring dekktur. "Í yfirhárið setjum við svo annan heillit, sem er blanda af ljósum, fjólubláum og gráum tónum," útskýrir hann og kveður svonefnda öskutóna njóta vaxandi vinsælda í stað kopars og gylltra tóna. Annar meginstraumur séu ósamhverfu línurnar, eins og hér, en þótt hárið virðist skyggja á annað augað ítrekar Heimir að auðvelt sé að greiða toppinn frá þegar tískumyndatökum sleppir. "Þetta er ekki klipping sem eykur slysahættu í umferðinni," segir hann og brosir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar