Framkvæmdir í Hamraborg

Halldór Kolbeins

Framkvæmdir í Hamraborg

Kaupa Í körfu

VINNA við yfirbyggingu yfir Hafnarfjarðarveginn, þar sem Hamraborg 8 á að rísa í sumar, stendur nú yfir af fullum krafti. Yfirbyggingin mun vera sú fyrsta sem smíðuð er yfir fjölfarin umferðarmannvirki og kemur til með að tengja eldri kjarna Hamraborgar við nýja tónlistar- og náttúrugripasafnshúsið og Gerðarsafn í Kópavogi. Byggingin á að hýsa opinbera stofnun, verslanir og fleira. Á milli 15 og 20 starfsmenn byggingarfyrirtækisins Riss ehf. vinna við framkvæmdirnar og má reikna með að lokað verði fyrir umferð um Hafnarfjarðarveginn nokkrar nætur í maí við byggingarstaðinn þegar stálbitar verða lagðir yfir gjána, að sögn Sigurfinns Sigurjónssonar byggingarstjóra. Um 400 tonn af stáli fara í undirstöðuna en ofan á bitana koma holplötur sem húsið verður byggt ofan á. RIS ehf er að framkvæma Jóhann s´6933344 eða Finnur 693 3340 vita allt um málið

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar