Sigurbjörn Sveinsson

Sverrir Vilhelmsson

Sigurbjörn Sveinsson

Kaupa Í körfu

formaður Læknafélags Íslands Sameining Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur í Landspítala - háskólasjúkrahús (LSH) þann 2. mars 2000 var stór aðgerð. Eins og vænta mátti vakti svo viðamikil sameiningin misjöfn viðbrögð. Aðalfundur Læknafélags Íslands (LÍ) árið 2002 lýsti t.d. yfir áhyggjum vegna skorts á stefnu og markmiðum LSH í kjölfar sameiningarinnar; að læknisfræðileg sjónarmið væru ekki höfð nægilega að leiðarljósi við mikilvægar ákvarðanir og skipulagsbreytingar, en óljós fjárhagsleg markmið ráðandi. Læknafélagið minnti á að lækningar, vísindarannsóknir og kennsla væru hornsteinar háskólasjúkrahúss. Skoraði fundurinn á yfirstjórn sjúkrahússins að marka stefnu á þeim grunni. MYNDATEXTI: Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, segir hugsanlegt að skipta LSH niður í minni, sjálfstæðar rekstrareiningar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar