Litlir skákmeistarar

Sigurður Mar

Litlir skákmeistarar

Kaupa Í körfu

SKÁKÁHUGI hefur aukist mjög síðustu misseri hér á landi og skák er meira í umræðunni en verið hefur um árabil. Á Hornafirði gætir þessa einnig, ekki síst eftir að Harpa Ingólfsdóttir Norðurlandsmeistari í skák gerðist kennari við Heppuskóla og hóf að kynna skáklistina fyrir nemendum sínum. Skákin á þó dýpri rætur á Höfn því þróttmikið taflfélag starfaði á staðnum um árabil með Sigurð Örn Hannesson framarlega í flokki. myndatexti: Sunna Valsdóttir og Kristín Eva Eyjólfsdóttir, nemendur í Nesjaskóla, að tafli í Nýheimum. Í baksýn eru Sævar Gíslason og Guðmundur Kristján Sigurðsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar