Skóflan tekin fram

Skóflan tekin fram

Kaupa Í körfu

Ferðaklúbburinn 4x4 efndi síðastliðinn laugardag til jeppaferðar en tilefnið var 20 ára afmæli klúbbsins. Um þrjár leiðir var að velja, Skjaldbreið, Hellisheiði og Reykjanes. Í upphafi var safnast saman við nokkur bílaumboð á höfuðborgarsvæðinu og var Árni Sæberg með í för upp á Skjaldbreið. Voru það um 200 öflugir jeppar á stórum dekkjum sem fóru ferðina upp á Skjaldbreið, en aðrir jeppar fóru léttari leiðir. MYNDATEXTI: Skóflan var tekin fram og mokað og aðrir tróðu snjóinn til að ryðja jeppanum leið. (Skóflan var tekin fram og mokað og aðrir tróðu snjóinn til að ryðja jeppanum leið, það er ekki amalegt að hreyfa sig svolítið í svona veðri til að koma jeppanum á topp Skjaldbreiðar).

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar