Málin rædd- Benni og Ægir

Málin rædd- Benni og Ægir

Kaupa Í körfu

Ferðaklúbburinn 4x4 efndi síðastliðinn laugardag til jeppaferðar en tilefnið var 20 ára afmæli klúbbsins. Um þrjár leiðir var að velja, Skjaldbreið, Hellisheiði og Reykjanes. Í upphafi var safnast saman við nokkur bílaumboð á höfuðborgarsvæðinu og var Árni Sæberg með í för upp á Skjaldbreið. Voru það um 200 öflugir jeppar á stórum dekkjum sem fóru ferðina upp á Skjaldbreið, en aðrir jeppar fóru léttari leiðir. MYNDATEXTI: Benni, í Bílabúð Benna, og Ægir Bjarnason rennismiður ræða um að ekki veiti af fleiri hestöflum í jeppa þeirra þótt þau skipti fleiri hundruðum. Umræðan fór fram eftir að þeir höfðu reynt gæðingana í erfiðu færi ofan í gíg Skjaldbreiðar. (Benni í Bílabúð Benna og Ægir Bjarnason rennismiður, ræða um það að ekki veiti af fleiri hestöflum í jeppa þeirra þó þau skipti fleiri hundruðum, eftir að hafa verið að reyna gæðingana í erfiðu færi ofaní gígí Skjaldbreiðar)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar