Leikskólabörn í fiskbúðinni Vör

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Leikskólabörn í fiskbúðinni Vör

Kaupa Í körfu

KRAKKARNIR í Funaborg voru ekkert hræddir við að skrýtnu fiskarnir í Fiskbúðinni Vör myndu bíta þá í fingurna, enda voru fiskarnir greinilega steindauðir og sumir hverjir meira að segja á leiðinni á grillið. Í gær hélt fiskbúðin upp á 14 ára afmæli sitt með því að bjóða fjölda leikskólabarna á Funaborg í heimsókn. Gestir og gangandi gátu valið sér sjávarfang beint upp úr fiskikörunum og boðið var upp á grillað fiskmeti auk þess sem smáfólkið fékk gos og nammi. Þá var hoppkastali reistur utan við búðina og spilað var á harmónikku í fimm tonna fiskitrukk. Það er því óhætt að segja að það hafi verið fjör og furðufiskar í afmælisveislunni í gær. enginn myndatexti

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar