Leikritið Undir Hamrinum

Jim Smart

Leikritið Undir Hamrinum

Kaupa Í körfu

LEIKLIST - Hugleikur UNDIR HAMRINUM LEIKFÉLAGIÐ Hugleikur býr yfir mörgum leikskáldum sem ýmist skrifa verkin ein eða í félagi við aðra. Hildur Þórðardóttir er hér ein á ferð með sitt fyrsta verk en áður var hún einn þriggja höfunda að Völinni, kvölinni og mölinni sem sett var upp 1999. Verk hennar er nokkuð í hugleikskum anda; gerist í íslenskri sveit fyrr á öldum þar sem prestsgrey reynir að gifta dætur sínar ríkum mönnum en tekur ekki í mál að þær fái að eiga þá sem þær elska. Ástin er þó ekki aðeins í meinum hjá yngri kynslóðinni heldur einnig þeirri eldri og koma við sögu framhjáhöld, lausaleikskróar og rangfeðruð börn og veldur allt þetta skemmtilegasta sápuóperuhrærigraut og angri. MYNDATEXTI: "Þökk sé góðum leik, stórum hópi baksviðs, hugleikskum sveitaróman og flottri tónlist en ekki síst feikna sterkri leikstjórn Ágústu Skúladóttur."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar