Bíll dreginn upp úr Jökusá

Sigurður Aðalsteinsson

Bíll dreginn upp úr Jökusá

Kaupa Í körfu

FÉLAGAR úr slysavarnadeildinni Jökli á Jökuldal drógu í gær á land bíl frá Bílaleigu Flugleiða en bílaleigubíllinn lenti úti í ánni í sumar, tæpum kílómetra innar. Hollenskt par var á ferð eftir þjóðveginum um miðjan júlí þegar sprakk á vinstra framdekki og bíllinn lenti ofan í Jökulsá. Parið fór ofan í ána með bílnum og barst með honum aðeins niður eftir ánni, áður en það náði að bjarga sér á þurrt. Þótti það kraftaverk. Bíllinn sást fyrst fyrir þremur vikum þegar minnkaði í ánni í fyrstu haustkuldum. Hann var skorðaður á steini. Björgunarsveitarmaður fór út í ána og batt tóg í bílinn sem síðan var dreginn á land. Er hann gjörónýtur. Ekkert var eftir í hræinu enda fannst í sumar bakpoki með ýmsum persónulegum munum ferðafólksins. MYNDATEXTI: Það er kalsamt verk að bjarga bíl úr Jökulsá á Dal sem sést á klakanum á bílnum. Stefán Ólason bóndi í Merki batt tóg í bílinn og aðstoðaði við dráttinn

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar