Gjörningur á Austurvelli

Gjörningur á Austurvelli

Kaupa Í körfu

ANDSTÆÐINGAR Kárahnjúkavirkjunar sýndu skoðun sína í verki í gærkvöld með ljósagjörningi fyrir framan Alþingishúsið. Kveiktu þeir á 63 kertum, einu fyrir hvern alþingismann í landinu. Undir sorgarmarsi Björgvins Gíslasonar var slökkt á 54 kertanna, sem var táknrænt fyrir þau atkvæði sem greidd voru með stóriðju og Kárahnjúkavirkjun á Alþingi í síðustu viku. Loks var kveikt á 139 kertum, en í jafnmarga daga hafa andstæðingar virkjana og stóriðju mótmælt á Austurvelli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar