Mæðrastyrksnefnd - Bessastaðir

Mæðrastyrksnefnd - Bessastaðir

Kaupa Í körfu

Mæðrastyrksnefnd færir fimm fyrirtækjum heiðursviðurkenningu FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti á Bessastöðum í gær fimm fyrirtækjum heiðursviðurkenningu í tilefni af 75 ára afmæli Mæðrastyrksnefndar. Að auki afhenti Guðrún Helgadóttir, fulltrúi Velferðarsjóðs barna, sjóðnum 2 milljónir króna til styrktar sumardvöl barna frá efnalitlum heimilum líkt og gert var í fyrra. Velferðarsjóður barna, Ömmubakstur, Bónus, Svínaræktarfélag Íslands og Sorpa fengu öll viðurkenningu úr hendi forseta fyrir framlög sín til Mæðrastyrksnefndar undanfarin ár. MYNDATEXTI: Forsvarsmenn fyrirtækjanna sem heiðruð voru á Bessastöðum í gær fyrir framlag sitt til Mæðrastyrksnefndar undanfarin ár. Frá vinstri: Guðrún Helgadóttir, Velferðarsjóði barna, Friðrik Haraldsson og Steina Margrét Finnsdóttir, Ömmubakstri, Jóhannes Jónsson, Bónus, Kristinn Gylfi Jónsson, Svínaræktarfélagi Íslands, Sigríður Einarsdóttir, Sorpu, Ólafur Ragnar Grímsson forseti, Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, og Bryndís Guðmundsdóttir, varaformaður nefndarinnar. (Fyrirtæki sem voru heiðruð)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar