Stærðfræðikeppni á Suðurlandi

Jón H. Sigurmundsson

Stærðfræðikeppni á Suðurlandi

Kaupa Í körfu

Stærðfræðikeppni grunnskóla á Suðurlandi VERÐLAUNAAFHENDING í stærðfræðikeppni grunnskóla á Suðurlandi var haldin í sal Grunnskólans í Þorlákshöfn sl. fimmtudag. Kristín Hreinsdóttir, forstöðumaður Skólaskrifstofu Suðurlands, sem stjórnaði samkomunni sagði að aldrei hefðu fleiri keppendur tekið þátt eða 52 nemendur úr 8., 9., og 10. bekk frá 7 grunnskólum á Suðurlandi MYNDATEXTI: Sigurvegarar í stærðfræðikeppni grunnskóla á Suðurlandi ásamt stjórnendum keppninnar, Kristínu Hreinsdóttur, forstöðumanni Skólaskrifstofu Suðurlands, og Björgu Pétursdóttur, Fjölbrautaskóla Suðurlands. Fremst á myndinni eru keppendurnir sem lentu í fyrsta sæti í keppninni í áttunda, níunda og tíunda bekk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar