Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir

Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir

Kaupa Í körfu

Ingibjörg Auður hefur búið sig vel undir ferminguna, ætlar ekki að vera á síðustu stundu með neitt. Eftir ferminguna ætlar hún að láta lokkana fjúka. SENNILEGA verður oftast meira umstang í kringum fermingar hjá stúlkum en drengjum. Ástæðan er félagsleg en ekki nauðsynleg. Hárgreiðslan veldur a.m.k. oftar meiri usla hjá stúlkum. Nóg er að gera á hárgreiðslustofum og tímar eru pantaðir með góðum fyrirvara. Mjög algengt er að væntanlegar fermingarstúlkur fari í svokallaða prufugreiðslu til að kanna hvort hugmyndin að hárgreiðslunni gangi upp. MYNDATEXTI: Ingibjörg hjá Kristínu í Scala í prufugreiðslu, en síðar um daginn fór hún í myndatöku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar