Förðun

Förðun

Kaupa Í körfu

AUKIN litadýrð er eitt helsta einkenni förðunartískunnar í vor og sumar, segir Þórunn Högnadóttir, skólastjóri Förðunarskóla face. "Nú eru að koma miklu fleiri litir en verið hafa áður, bæði pastellitir og mjög skærir litir, svokallaðir neon-litir, til að mynda skærbleikt, blátt og gult," segir hún. Litaskali í förðunarvörum helst í hendur við fatatískuna og segir Þórunn jafnframt að sanserað sé á undanhaldi og mattari áferð að sækja í sig veðrið. Hvað andlit fermingarstúlkna varðar segir Þórunn fallegast að láta eiginleika æskunnar skína í gegn með því að velja náttúrulega förðun. Þá eru valdir brons- eða jarðlitir og glansandi yfirbragði húðarinnar leyft að halda sér. Einnig er hægt að nota pínulítið bleikan lit á kinnar og varir að hennar sögn. MYNDATEXTI: Erna Guðlaugsdóttir er með fjólubláan augnskugga og gloss.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar