Ágústa Snæland

Ágústa Snæland

Kaupa Í körfu

Ágústa Snæland fermdist árið 1929, en hún var ekta Reykjavíkurdóttir. Hún fékk reiðhjól í fermingargjöf og á ennþá fallega nælu sem hún fékk einnig. Hún var fyrsta konan sem lauk námi í auglýsingateiknun. Ágústa Pétursdóttir Snæland fermdist árið 1929 í Dómkirkjunni hjá sr. Friðriki Halldórssyni. Eftir athöfnina var boðið í kaffi og veitingar heima hjá henni á Túngötu 38. Foreldrar hennar voru Pétur Halldórsson bóksali, sem keypti bókaverslunina af Sigfúsi Eymundssyni og varð síðar borgarstjóri, og Ólöf Björnsdóttir, dóttir Björns Jenssonar, en Jens var Sigurðsson og bróðir Jóns Sigurðssonar forseta. Móðir Ágústu var alnafna ömmu sinnar Ólafar, konu Björns Gunnlaugssonar stærðfræðings. MYNDATEXTI: Næla sem Ágústa fékk í fermingargjöf.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar