Alain Belda Alcoa
Kaupa Í körfu
ÞETTA er sögulegur dagur fyrir Alcoa þar sem álverið í Reyðarfirði er okkar stærsta nýja fjárfesting í meira en tuttugu ár," sagði Alain J. P. Belda, forstjóri og stjórnarformaður Alcoa, við Morgunblaðið við komuna til Egilsstaða í gærmorgun en þar lenti hann í einkaþotu sinni í beinu flugi frá New York. Síðar um daginn undirritaði hann samninga við stjórnvöld, Landsvirkjun og Fjarðabyggð vegna álvers Alcoa í Fjarðabyggð. Fjölmenni var við athöfnina í íþróttahúsinu á Reyðarfirði þar sem meðal viðstaddra voru íbúar Austfjarða, ráðherrar, þingmenn og fulltrúar fjölmargra fyrirtækja, m.a. ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo. Alls þurfti að undirrita á fjórða tug samningsskjala upp á um 200 blaðsíður, þar sem samningarnir voru bæði á ensku og íslensku og snúa að fjárfestingarsamningi við ríkið, raforkusamningi við Landsvirkjun og hafnar- og lóðarsamningum við Fjarðabyggð. MYNDATEXTI: Systurnar Ásta María og Stefanía Sturludætur frá Reyðarfirði tóku á móti forstjóra Alcoa, Alain Belda, er hann lenti á Egilsstöðum í gærmorgun og afhentu honum blómvönd, með aðstoð Ómars Valdimarssonar. Belda sagði undirritunina vera sögulega stund fyrir Alcoa.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir