Kárahnjúkar

Morgunblaðið RAX

Kárahnjúkar

Kaupa Í körfu

ÞETTA er sögulegur dagur fyrir Alcoa þar sem álverið í Reyðarfirði er okkar stærsta nýja fjárfesting í meira en tuttugu ár," sagði Alain J. P. Belda, forstjóri og stjórnarformaður Alcoa, við Morgunblaðið við komuna til Egilsstaða í gærmorgun en þar lenti hann í einkaþotu sinni í beinu flugi frá New York. Síðar um daginn undirritaði hann samninga við stjórnvöld, Landsvirkjun og Fjarðabyggð vegna álvers Alcoa í Fjarðabyggð. Fjölmenni var við athöfnina í íþróttahúsinu á Reyðarfirði þar sem meðal viðstaddra voru íbúar Austfjarða, ráðherrar, þingmenn og fulltrúar fjölmargra fyrirtækja, m.a. ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo. Alls þurfti að undirrita á fjórða tug samningsskjala upp á um 200 blaðsíður, þar sem samningarnir voru bæði á ensku og íslensku og snúa að fjárfestingarsamningi við ríkið, raforkusamningi við Landsvirkjun og hafnar- og lóðarsamningum við Fjarðabyggð. MYNDATEXTI: Tveir menn ræðast við í gati á aðgöngum sem verið er að grafa niður að botni stíflustæðis Kárahnjúkastíflu. Þaðan sést vel í Kárahnjúk en gatið er á miðjum vegg gilsins sem Jökla rennur um.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar