Höldursbræður
Kaupa Í körfu
Sumir þekkja þá sem bræðurna í Höldi, aðrir sem eigendur Bílaleigu Akureyrar en flestir landsmann hafa líklega heyrt talað um Kennedy-bræðurna á Akureyri. Skúli, Vilhelm og Birgir Ágústssynir stofnuðu Höld fyrir 29 árum, 1. apríl 1974, og seldu fyrirtækið í vikunni eins og fram hefur komið í fréttum. Þar með hverfa þessir miklu athafnamenn frá rekstrinum, nema hvað Skúli situr áfram í stjórn fyrirtækisins um tíma að beiðni nýrra eigenda. Höldur rekur m.a. Bílaleigu Akureyrar, eina stærstu bílaleigu landsins sem hefur ætíð verið meginstofn fyrirtækisins. Þá rekur Höldur hjólbarðaverkstæði, selur bæði nýja og notaða bíla, á bifreiðaverkstæði, rekur þrjár bensín- og þjónustustöðvar Esso, og stundar veitingasölu. Höldur hefur og umboð fyrir Heklu á Norðurlandi eystra, sömuleiðis fyrir Honda-umboðið Bernhard ehf. og þá á fyrirtækið 11% hlut í Íslandsflugi MYNDATEXTI: Vilhelm, Birgir og Skúli Ágústssynir, frá vinstri, fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækisins sem þeir hafa rekið saman í 29 ár.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir