Ásmundur Ásmundsson í Fjarðarbyggð

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ásmundur Ásmundsson í Fjarðarbyggð

Kaupa Í körfu

"ÁSTANDIÐ á fasteignamarkaði hér eystra hefur breyst frá því Alcoa kom inn í myndina," sagði Ásmundur Ásmundsson umboðsmaður Fasteignasölunnar Hóls í Fjarðarbyggð og á Suðurfjörðum í viðtali við Morgunblaðið. "Þegar stjórn Alcoa samþykkti álverið í janúar síðastliðnum fékk fólk trú á að hér yrði hægt að búa. Fólk af Norðurlandi og eins að sunnan hefur spurst fyrir um íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Í þessum hópi eru margir iðnaðarmenn og tækjamenn af Eyjafjarðarsvæðinu og eins hefur verið spurt um atvinnu fyrir háskólamenntað fólk." MYNDATEXTI: Ásmundur Ásmundsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar