Frá kreppu til viðreisnar

Frá kreppu til viðreisnar

Kaupa Í körfu

"HAGFRÆÐINGAR hafa í gegnum tíðina verið of samdauna stjórnmálum," voru orð Þorvaldar Gylfasonar hagfræðings í pallborðsumræðum á málþingi sem Hagfræðistofnun og Sagnfræðistofnun héldu í tilefni útgáfu bókarinnar Frá kreppu til viðreisnar. Bókin, sem kom út fyrir síðustu jól, hefur að geyma sjö ritgerðir hag- og sagnfræðinga um tímabilið 1930-1960 þegar gjaldeyris- og innflutningshöft voru við lýði hér á landi. Jónas H. Haralz ritstýrði bókinni en Ásgeir Jónsson hagfræðingur og Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur voru frummælendur á málþinginu. Stjórn málþingsins var í höndum Sigurðar Snævarr. Myndatexti: "Við höfðum ekki nokkra einustu trú á stjórnmálamönnum," sagði Jónas H. Haralz um haftaárin á málþingi í Odda á laugardag. Arnór Sighvatsson, Jónas H. Haralz, Sigurður Snævarr, Þorvaldur Gylfason og Guðmundur Jónsson tóku þátt í fjörugum pallborðsumræðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar