Flensborgarskóli

Flensborgarskóli

Kaupa Í körfu

Fjölmiðlabraut Flensborgarskóla formlega opnuð FJÖLMIÐLABRAUT Flensborgarskóla var opnuð með formlegum hætti sl. laugardag en frá áramótum hafa fjórtán nemendur stundað nám við hana. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra var viðstaddur opnunina og kynnti sér starfsemina. Hann opnaði m.a. fjölmiðlaver nemenda í fjölmiðlatækni og frétta- og upplýsingavef fjölmiðlabrautarinnar: www.gaflari.is. Þá undirrituðu Lúðvík Geirsson bæjarstjóri og Einar Birgir Steinþórsson skólameistari samning á milli Hafnarfjarðarbæjar og Flensborgarskóla um útvarpssendingar frá bæjarstjórnarfundum en fundirnir eru sendir út á tíðninni fm 96,2. Mun fjölmiðlabrautin hafa umsjón með útsendingunum. MYNDATEXTI: Fjórtán krakkar hafa stundað nám við fjölmiðladeild Flensborgarskóla frá áramótum þrátt fyrir að hún hafi fyrst verið tekin formlega í notkun sl. laugardag. Hér eru það Sigrún Björg Aradóttir, Hlynur Hrafn Hallbjörnsson, Unnar Örn Ólafsson, Marteinn Einarsson og Sunna Elín Sigurðardóttir sem reyna sig sem fjölmiðlafólk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar