Impregilo opnar skrifstofu á Egilsstöðum

Steinunn Ásmundsdóttir

Impregilo opnar skrifstofu á Egilsstöðum

Kaupa Í körfu

IMPREGILO, ítalska verktakafyrirtækið sem byggja mun aðrennslisgöng og stíflu í Kárahnjúkavirkjun, hefur opnað skrifstofu á Egilsstöðum. Auglýst hefur verið eftir starfsmanni á skrifstofuna, en fyrirtækið ætlar sér að flytja aðalskrifstofur sínar inn á virkjunarsvæðið þegar starfsemi þess við Kárahnjúka verður komin í fullan gang. Þegar nær dregur mun Impregilo ráða fleira fólk til skrifstofustarfa, en áætlanir gera ráð fyrir að allt að 1.000 manns muni vinna hjá fyrirtækinu í tengslum við Kárahnjúkavirkjun meðan á byggingu hennar stendur. MYNDATEXTI: Impregilo, ítalska verktakafyrirtækið sem byggja mun aðrennslisgöng og stíflu í Kárahnjúkavirkjun, hefur opnað skrifstofu á Egilsstöðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar