Sléttbakur EA landar á Akureyri

Kristján Kristjánsson

Sléttbakur EA landar á Akureyri

Kaupa Í körfu

Þrír frystitogarar lönduðu á Akureyri á einni viku ÞRÍR frystitogarar, innlendir og erlendir, hafa landað frystum afurðum á Akureyri á einni viku og er aflaverðmæti þeirra samtals um 420 milljónir króna. Þýski togarinn Kiel NC landaði í síðustu viku um 760 tonnum af frystum afurðum, aðallega ufsa og þorski og var aflaverðmætið rúmar 200 milljónir króna. Þetta mun vera mesti afli og mesta aflaverðmæti sem komið hefur verið með til hafnar á Akureyri úr einni veiðiferð. MYNDATEXTI: Unnið við löndun úr Sléttbak EA, frystitogara ÚA.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar