Á árshátíð Grunnskólans á Blönduósi

Jón Sigurðsson

Á árshátíð Grunnskólans á Blönduósi

Kaupa Í körfu

ÁRSHÁTÍÐ Grunnskólans á Blönduósi var haldin á föstudagskvöld og var fjölsótt að vanda. Nemendur sýndu leikritið Ronju ræningjadóttur í leikstjórn Hólmfríðar B. Jónsdóttur og stúlkur úr 9. og 10. bekk sýndu dans. Blönduvision-söngvarakeppni var á sínum stað að vanda og að þessu sinni voru sungin sex lög í keppninni við undirleik húnvetnsku hljómsveitarinnar Sláturs. MYNDATEXTI: Lilja María Evensen sigraði í Blönduvision-sögvarakeppninni og naut þar aðstoðar Petru S. Pétursdóttur. Lilja söng lagið "Colors of the wind".

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar