Brúarhlaup á Selfossi

Sigurður Jónsson

Brúarhlaup á Selfossi

Kaupa Í körfu

640 Þátttakendur voru í Brúarhlaupi Selfoss sem fór fram í 12. sinn á laugardag og hófst á Ölfusárbrú. Þátttakendur ýmist hlupu eða hjóluðu. Hjólreiðamenn fóru 5 og 12 kílómetra en hlaupararnir 2,5, 5,0, 10 og 21,5 kílómetra. Gott veður var á meðan hlaupið fór fram eins og reyndar hefur verið öll árin sem hlaupið hefur farið fram og hefur það sýnt sig að fyrsta helgin í september er nokkuð pottþétt hvað veðurblíðu varðar. Fyrsta hlaupið var haldið 1991 í tengslum við 100 ára afmæli Ölfusárbrúar og er orðinn fastur liður sem íþróttaviðburður og bæjarviðburður á Selfossi. Alls koma um 40 manns að framkvæmd hlaupsins. Ræsir að þessu sinni var Einar Njálsson bæjarstjóri Árborgar. Myndatexti: Ölfusárbrú full af fólki eftir að rásmerki var gefið. BRÚARHLAUP LJÓSMYNDARI SIGUÐUR JÓNSSON

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar