Banaslys á Landvegamótum

Sigurður Jónsson

Banaslys á Landvegamótum

Kaupa Í körfu

Þrjár eldri konur létust í hörðum árekstri ÞRJÁR eldri konur létust í hörðum árekstri fólksbíls og rútubifreiðar á Landvegamótum í Rangárvallasýslu, milli Þjórsár og Hellu, um klukkan 18 í gær. Konurnar voru allar í fólksbifreiðinni. Þrír voru í rútunni og sluppu allir án teljandi meiðsla. Hinar látnu voru á sjötugs-, áttræðis- og níræðisaldri og voru búsettar á höfuðborgarsvæðinu. Sú yngsta var fædd árið 1937, önnur 1929 og sú elsta var fædd árið 1922. Þær voru allar úrskurðaðar látnar á slysstað og fluttar með sjúkrabifreiðum til Reykjavíkur. Slysið varð með þeim hætti að fólksbifreiðinni var ekið inn á Suðurlandsveg af Landvegi, í veg fyrir rútubifreiðina, sem kom úr austurátt. Bifreiðirnar lentu báðar utan vegar og rútubifreiðin fór á hliðina. Báðar bifreiðirnar eru ónýtar eftir áreksturinn. MYNDATEXTI. Frá slysstaðnum. Báðar bifreiðirnar lentu utan vegar og eru ónýtar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar