Gunnar Egilsson stangveiðimaður

Sigurður Jónsson

Gunnar Egilsson stangveiðimaður

Kaupa Í körfu

"Hélt að þetta væri mitt síðasta þarna í ánni" "ÉG var bara að veiða og tók einu skrefi of mikið og missti fótanna. Ég þóttist vera búinn að sjá botninn, og mér fannst þetta vera í lagi, " sagði Gunnar Egilsson stangveiðimaður sem lenti í hrakningum í gærmorgun á veiðisvæðinu fyrir Ásgarðslandi í Grímsnesi, á Ásgarðsbreiðunni. Neyðarástand skapaðist er Gunnar lenti í Soginu þegar hann missti fótanna, en hann var að vaða í ánni við annan mann og barst áfram með straumnum. Félagi hans komst í land og hringdi í Neyðarlínuna sem kallaði út björgunarsveitarmenn frá Árborg. Gunnar barst um 300 metra niður ána og kom að landi við Ásgarðslæk. Þá höfðu veiðimenn fyrir Bíldsfellslandi kallað eftir hjálp og Árni á Bíldsfelli kom Gunnari til hjálpar og líka félaga hans sem óð heldur langt við að reyna að hjálpa honum og komst í sjálfheldu. MYNDATEXTI. Gunnar Egilsson kominn á þurrt eftir hrakningana í Soginu, furðufljótur að jafna sig

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar