Garðyrkjumiðstöð opnuð á Reykjum

Sigurður Jónsson

Garðyrkjumiðstöð opnuð á Reykjum

Kaupa Í körfu

Garðyrkjumiðstöð opnuð við Garðyrkjuskóla ríkisins. Fyrsti áfangi garðyrkjumiðstöðvar í Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi var nýlega opnaður. Hin nýja miðstöð verður starfrækt sem þekkingarsetur garðyrkjunnar í landinu og er um að ræða samvinnuverkefni skólans, Bændasamtaka Íslands og Sambands garðyrkjubænda þar sem leiðbeiningar, tilraunir, þróunarstarf og menntun er samþætt. Með garðyrkjumiðstöðinni verður öll fagþjónusta við garðyrkjuna undir sama þaki í stað þess að vera á þremur mismunandi stöðum, Reykjavík, Hveragerði og Selfossi. Myndatexti: Frá kennslustund í verklegri grasafræði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar