Blönduvirkjun

Jón Sigurðsson

Blönduvirkjun

Kaupa Í körfu

SAMNINGUR um yfirtöku Torfalækjar- og Svínavatnshreppa á uppgræðsluþætti Landsvirkjunar á virkjunarsvæði vestan Blöndu var undirritaður í Blöndustöð í fyrrakvöld. Viðstaddir undirritunina voru meðal annars sveitarstjórnarmenn viðkomandi hreppa, forstjóri Landsvirkjunar svo og nú- og fyrrverandi stöðvarstjóri Blönduvirkjunar. Samningurinn hljóðar upp á það að Torfalækjar- og Svínavatnshreppur fá greiddar 100 milljónir króna gegn því að annast alla uppgræðslu og áburðardreifingu á virkjunarsvæði vestan Blöndu um ókomna tíð. Samninginn undirrituðu þeir Jóhann Guðmundsson, oddviti í Holti, fyrir hönd Svínavatnshrepps, Erlendur G. Eysteinsson, oddviti á Stóru-Giljá, fyrir hönd Torfalækjarhrepps og Friðrik Sophusson forstjóri fyrir hönd Landsvirkjunar. MYNDATEXTI: Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Samninginn um yfirtöku á uppgræðsluþætti Blönduvirkjunar undirrituðu Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, og oddvitarnir Jóhann Guðmundsson og Erlendur G. Eysteinsson. Á myndinni er Rán Jónsdóttir, stöðvarstjóri Blönduvirkjunar, að óska oddvitunum til hamingju.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar